Í þætti dagsins verður fjallað um tvær byggingar sem verið er að gera upp og breyta í íbúðir, um er að ræða Skipholt 1, þar sem Myndlistar- og handíðaskóli Íslands var lengi til húsa, en er fluttur annað fyrir allmörgum árum, upphaflega hugmyndin var að breyta því í hótel, af því varð ekki og nú er verið að innrétta íbúðir í húsið. Við byrjum hins vegar vestur í bæ, eða á Dunhaga 18 ? 20, en þar var byggð íbúðarblokk með verslunarhúsnæði á neðstu hæð og íbúðir á þeim efri. Húsið er enn þannig, en mikið breytt innandyra. Í skýrslu Borgarsögusafns frá 2019 má lesa heilmargt um búsetu á Grímsstaðarholti, sem kennt er við fyrsta bæinn Grímstaði um miðja 19 öld. Rætt er við Frey Frostason arkitekt hjá THG um Dunhagann og Aðalstein Snorrason arkitekt hjá Arkís um Skipholt 1.
Отзывы