Ívar á gröfunni er ekki vóg þrátt fyrir mikla árvekni

Nýjasti gesturinn í Alkast Þvottahússins er engin annar en Ívar Pétur Hannesson, aka Dj Ívar eða Ívar á gröfunni.

Ívar hefur komið víða við og rak meðal annars hin vinsæla og umdeilda næturklúbb Diablo hér í kringum aldarmótin. Ívar var virkur plötusnúður hér á árum áður og spilaði að eigin sögn frekar svona comercial danstónlist og í því samhengi segir hann á þeim tíma fundið fyrir talsverðum fordómum af hálfu þeirra plötusnúða sem þóttu meira töff og vinsælir. 

Plötusnúðabransinn vatt upp á sig og má segja að með lokum Diablo klúbbsins hafi Ívar fundið sinn botn hvað varðar drykkju og fíkniefnaneyslu. Fljótlega eftir að klúbburinn lokaði var hann komin á hálan ís í neyslu og farin að stunda vafasöm viðskipti sem leiddu til þess að hann var handtekin og dæmdur til fangelsisvistar. Hann fór þó í meðferð áður en hann hóf afplánun sem fór fram á Litla hrauni og svo Kvíarbryggju. Eftir að Ívar kom út úr fangelsi hefur hann haldið sér á beinu brautinni og getur státað sig af rúmlega 20 ára edrúmennsku. 

Í viðtalinu var farið á hluti sem snerta pólitískan réttrúnað því Ívar hefur þótt frekar liðtækur í komenntakerfum samfélagsmiðla og þá einna helst í málum sem snúa að hinsegin fólki, hælileitendum og almennri skilgreiningu á hugtökum sem snúa að karlmennsku. 


Отзывы


Podcastly – the best platform for podcasters and podcast lovers. More than 10 millions of audio content that available on Android/iOS/Web/Desktop and Telegram.