27 Nov 2025 05:03

Knackered, Wicked2 (rýni), Echoes of the end

Einn hápunkturinn á nýafstaðinni Iceland Airwaves hátíð voru tónleikar Knackered á Gauknum. Þetta er raftónlist með brotnum töktum og ýmiskonar takt-útúrdúrum, gáskafulla hljóðræna áferð. Það var svo smitandi gleði í framkomu listakonunnar Idu Schuften Jushl sem dansaði um sviðið um leið og hún sneri tökkunum - og brást við af stóískri ró þegar tæknin stöðvaði flæði tónlistarnnar tvisvar. Sömu helgi kom fyrsta plata hennar, fjögurra laga stuttskífan FYI. Við fáum Idu í heimsókn í Lestina. Það er komið ár frá því að litríka norna-söngvamyndin Wicked sló í gegn, hún var byggð á söngleik sem var byggður á skáldsögu sem var byggð á bíómynd sem var byggð á skáldsögu. Og nú er komin framhaldsmynd Wicked: for good í leikstjórn Jon M. Chu með þeim Ariönu Grande og Cynthiu Erivo í aðalhlutverkum. Kolbeinn Rastrick rýnir í myndina. Ævintýraleikurinn Echoes of the end kom út í ágúst, en íslenska tölvuleikjafyrirtækið Myrkur games hafa unnið að honum frá árinu 2016. Við ræðum við Halldór Snæ Kristjánsson framkvæmdastjóra fyrirtækisins um leikinn, dómana og viðbrögðin.

Отзывы


Podcastly – the best platform for podcasters and podcast lovers. More than 10 millions of audio content that available on Android/iOS/Web/Desktop and Telegram.