Í Lestinni í dag veltum við fyrir okkur hvað launmorðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk í síðustu viku og viðbrögðin við því segja okkur um stjórnmálaumræðuna og pólitísk átök á tímum samfélagsmiðla. Við kynnum okkur líka nýja íslenska grínþætti um Brján sem er frábær í Football Manager en fær óvænt starf aðallþjálfara Þróttara í meistaraflokki karla. Sigurjón Kjartansson, Sólmundur Hólm, Karen Björg og Halldór Gylfason koma öll að þáttunum. En hugmyndin kviknaði hjá knattspyrnumanninum Erlingi Jack Guðmundssyni fyrir meira en 15 árum síðan.
Отзывы