Á dögunum kom nýjasta kvikmynd mexíkóska leikstjórans Guillermo Del Toro inn á Netflix, mynd byggð á hinni klassísku hryllingssögu Mary Shelley frá árinu 1818, Frankenstein. Einar Hugi Böðvarsson kemur í Lestina og ræðir það hvernig þessi sígilda skáldsaga sýnir þróun vestrænna vísinda á athyglisverðan hátt. Besta ljóðformið fyrir brandara og grín er limran. Hún kemur upphaflega frá Írlandi og kom ekki til Íslands fyrr en um miðja síðustu öld, en hefur notið mikilla vinsælda síðan þá. Við spjöllum um limrur og ljóðstafi við Ragnar Inga Aðalsteinsson, sem tók saman fyndnustu limrur síðustu ára í nýju limrusafni, Limruveislan. Lóa flytur hugleiðingar um áhrifavalda, smáhrifavalda, áreynslulausar auglýsingar og óeftirsóknarverðan sjampó-bröns.
Отзывы